Næsta réttindanámskeið í notkun Íslenska málhljóðamælisins, skimunartæki fyrir framburð og hljóðkerfisvitund, verður haldið miðvikudaginn 3. sept. 2025 kl. 9 – 15.30. Ítarleg fræðsla verður veitt um málhljóðaraskanir og framburðarerfiðleika af ýmsum toga og ráðleggingar veittar um markviss inngrip sem fyrstu skref. Námskeiðið og efnistök þess hafa hlotið einróma lof hjá þátttakendum sem greina frá því að ÍM námskeiðið hafi nýst þeim vel í lífi og í starfi skóla. Forskráning á þátttöku til og með 26. ágúst er 59.500 kr. Eftir það hækkar gjaldið í 63.500 kr. Stéttarfélög taka þátt í kostnaði. Takmarkaður þátttakendafjöldi.
Innifalið í réttindanámskeiði er endurgjöf á skimanir, eftirfylgni, ráðgjöf og aðstoð í allt að 6 mánuði eftir að námskeiði lýkur eða þar til skilyrðum til réttinda er fullnægt. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og kennari hefur umsjón með námskeiðinu. Hún hefur áralanga reynslu í starfi með börnum og fullorðnum með erfiðleika í máli og tali.