Lærum og leikum með hljóðin nýtt - opið fyrir öll tæki

Börnin læra íslensku málhljóðin, bókstafina og undirbúa læsi frá unga aldri

Hljóðtenging

Frábær verkefni sem styðja við réttan framburð íslensku málhljóðanna og undirbúa læsi

Nýjasta tækni í skimun íslensku málhljóðanna

Íslenski málhljóðamælirinn er byltingarkennd tækni í skimun íslensku málhljóðanna ætlaður fagaðilum skóla og stofnana

Einstök mamma

Valin besta íslenska frumsamda barnabókin árið 2018
af Menntaráði Reykjavíkurborgar.

Ásmundur Einar Daðason opnaði nýja veflausn og algjöra endurgerð á Málhljóðavaktinni

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra opnaði nýja veflausn Málhljóðavaktin - Lærum og leikum með hljóðin, í dag. Smáforritið Lærum og leikum með hljóðin hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og er opið á öll snjalltæki og tölvur á vefnum. Áður var það takmarkað við...

Ummæli

Frábært kennsluefni sem eflir orðaforða, hljóðkerfi, framburð og stuðlar að auknum lesskilningi. Þetta eru allt þættir sem rannsóknir sýna að skiptir miklu máli fyrir öll börn til að styrkja undirstöðuþætti fyrir lestur, stafsetningu og lesfimi.

Mæli með efninu hennar Bryndísar. Mjög skemmtilega unnar bækur og öskjur sem innihalda spil og leiki. Frábær viðbót í framburðarvinnu og ekki skemmir fyrir að börnunum finnst mjög gaman að fara í gegnum bókina og vinna verkefnin

Lærum og leikum með hljóðin er gagnvirkt, fangar athygli og gerir vinnu með framburð að skemmtilegum leik. Hentar vel samhliða stafainnlögn í kennslu og til auka æfinga. Áhrifaríkt og skemmtilegt fyrir börn, foreldra og kennara.