Home PageForsíðaVefnámskeið Bryndísar

Vefnámskeið Bryndísar

Lifandi fræðsla þegar þér hentar!  

Fróðleikur um málþroska, framburð og læsi fyrir foreldra og fagfólk skóla.

Minnum auk þess á fjölbreytt myndbönd á youtube um efnið okkar!

Fáðu Bryndísi Guðmundsdóttur M.A. CCC-SLP, talmeinafræðing og höfund efnisins ,,Lærum og leikum með hljóðin” beint heim í stofu, á starfsdag skólans, í undirbúningstíma starfsfólks, í fræðslu hjá foreldrafélagi skóla eða í fræðslu Heilsugæslunnar.

Ólöf Guðmundsdóttir leikskólastjóri og sérkennslustjóri leikskólans Heiðarsels segir frá skipulögðu starfi leikskólans fyrir alla nemendur frá upphafi leikskólagöngu fram að læsi og útskrift yfir í grunnskóla. ,,Lærum og leikum með hljóðin” er þar í brennidepli, sérstaklega smáforritin.

Fræðslan er í 6 hlutum; alls 1,45 klst. Aðgangur að vefnámskeiðinu með upplýsingum berst á netfang þitt/skóla eða stofnun með eigin lykilorði eftir að greiðsla berst í gegnum greiðslugátt okkar. Námskeiðið er aðgengilegt í mánuð pr. notanda.

Foreldrar, sem fá nýfætt barn sitt í fangið, bera yfirleitt miklar væntingar í brjósti fyrir hönd þess. Foreldrar hafa mikil áhrif á möguleika barnsins til að þroskast og nýta hæfileika sína með góðu atlæti og mikilli örvun. Fræðsla til foreldra og fagfólks skóla um hvað örvun þeirra hefur mikið forspárgildi um góðan árangur og lífsgæði fyrir barnið síðar, er mjög mikilvæg. Síðustu áratugi hefur fjöldi rannsókna staðfest gildi snemmtækrar íhlutunar foreldra og skóla þar sem málörvun og undirbúningur lestrarfærni skiptir sérstaklega miklu máli fyrir nám síðar á lífsleiðinni. ,,Lærum og leikum með hljóðin” er sprottið upp úr reynsluheimi höfundar í starfi með skólafólki og fjölskyldum barna með og án þroskafrávika.

Leikskólarnir i Reykjanesbæ eru orðnir landsþekktir fyrir hversu vel þeir skila nemendum undirbúnum fyrir læsi í grunnskólann. Skólarnir nota allir skipulega þjálfunarefnið Lærum og leikum með hljóðin sem Bryndís Guðmundsdottir kennari og talmeinafræðingur hefur þróað um árabil m.a. í samstarfi við leikskólana. Hér er námskeið Bryndísar komið a vefinn, þar sem bæði skólar, kennarar og foreldrar geta nýtt sér það að vild.

,,Námskeiðið er fullt af fróðleik um máltöku og læsi barnanna okkar”

Berglind Ósk Guðmundsdóttir talmeinafræðingur Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um vefnámskeið um mál og læsi fyrir foreldra og fagfólk leikskóla.

Smelltu á tengilinn til að sjá  Umsagnir um vefnámskeiðin og Lærum og leikum með hljóðin