Home PageUmsagnir um smáforritin

Umsagnir um smáforritin

Frábært kennsluefni:
Blönduhlíð skrifar: 
 
Ég er bæði kennari og móðir tveggja drengja sem þurftu á sínum tíma á talkennslu að halda. Hér er komið frábært App sem ég mun bæði nýta í kennslu og heima fyrir með litlu stelpurnar mínar. Ég er sérstaklega ánægð með það að geta skráð inn nemendur og eins að geta tekið upp. Vel gert!
Nýtist vel samhliða stafainnlögn
skrifað af: Háaleitisskóli í Reykjanesbæ
Lærum og leikum með hljóðin er gagnvirkt, fangar athygli og gerir vinnu með framburð að skemmtilegum leik. Hentar vel samhliða stafainnlögn í kennslu og til auka æfinga. Áhrifaríkt og skemmtilegt fyrir börn, foreldra og kennara.
Frábært
skrifað af Höllu Sigrúnu:
Frábært. Loksins komið íslenskt app sem kennir hljóðin. Góð viðbót við Lærum og leikum efnið.
Loksins, loksins
skrifað af Þóru Kolbrúnu Magnúsdóttur:
Eftir marga tíma hjá talmeinafræðing með elsta strákinn okkar er loksins komið frábært kennsluefni sem við foreldrarnir getum nýtt heima. Er með 3 börn sem eiga öll eftir að hafa gagn og gaman af þessu stórsniðuga appi 🙂
Frábært fyrir öll börn
skrifað af Einstakt:
Mikilvægt að svona vandað íslenskt efni nýti smáforrits tæknina. Frábært efni fyrir alla foreldra og fagfólk sem vill leggja áherslu á að börnin nái forskoti á máltjáningu og orðaforða. Einstaklega einfalt en áhrifaríkt. Þarfaþing fyrir allar íslenskar barnafjölskyldur.
Ómissandi app fyrir barnafjölskyldur
skrifað af Hugrúnu:
Strákarnir mínir voru báðir mjög seinir að byrja að tala og eldri strákurinn fékk Lærum og leikum bókina og DVD í gjöf frá frænku
sinni. Hann tók strax miklum framförum og elskar Mána og Maju. Hann er nú farinn að lesa heilmikið og hljóðin hafa hjálpað til við það.
Yngri strákurinn byrjaði bara að segja hljóðin og þegar hann náði þeim komu orðin svo hratt. Appið er frábær tenging við að læra að lesa.
Vandað og vel úthugsað
skrifað af StebbiJoh
Við fjölskyldan erum himinlifandi með þetta smáforrit. Höfum lengi leitað að smáforriti sem styður við hljóðalærdóm barnanna, enda með þrjú lítil með stuttu millibili. Þau geta öll notið efnisins og gert æfingar og fer öllum fram í málþroska. Við notum skráningarmöguleikann í forritinu til að fylgjast með framförum barnanna. Það er augljóst að mikill metnaður er á bak við útgáfuna og það er ákveðið öryggi í því að talmeinafræðingur samdi efnið og fylgir þessu úr hlaði. Máttum til með að stimpla okkur inn og gefa stjörnur. Það á að hrósa því sem vel er gert.