Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra opnaði nýja veflausn Málhljóðavaktin – Lærum og leikum með hljóðin, í dag.

Smáforritið Lærum og leikum með hljóðin hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og er opið á öll snjalltæki og tölvur á vefnum. Áður var það takmarkað við iOS kerfið.

Með nýrri tækni; veflausn fyrir ÖLL snjalltæki og tölvur, er forritið þar með opið öllum einstaklingum sem eru að læra íslensku og kennir þeim að bera íslensku málhljóðin rétt fram. Forritið er ókeypis fyrir alla! 

Lærum og leikum með hljóðin byggir á viðurkenndum rannsóknum um máltöku og málþróun íslenskra barna og árangur í undirbúningsfærni fyrir læsi. Það er fyrsta og eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og hljóðkerfisvitundar til undirbúnings læsi. Það kom upphaflega út árið 2013.