Lýsing
Segulstöngin og segulpeningarnir eru mjög vinsæl í leik og þjálfunarvinnu. Hér eru alvöru seglar í stöng og hringjum! Við köllum segulstöngina gjarna töfrasprota því þegar barnið er búið að segja orðin og leggja segulpeninga ofan á myndirnar í bókunum í hvert skipti þegar orðið hefur verið borið rétt fram, sveipar segulstöngin öllum segulpeningunum upp eins og töfraspota hafi verið veifað!
Það er mjög vinsælt til að æfa hljóðin og spila með þessum hætti. Þá má setja bréfaklemmur á stöku myndirnar, setja þær á hvolf og veiða þær með töfrasprotanum. Barnið á þá að segja það orð sem það veiddi hverju sinni.Kenna má litina með marglitu segulpeningunum um leið og annað er æft.
Gætið þess að ung börn gleypi ekki litlu segulpeningana!
Segulsprotarnir fást í nokkrum litum en ekki hægt að lofa ákveðnum lit.