Fagaðilar skóla af öllu landinu sóttu réttindanámskeið í notkun Íslenska málhljóðamælisins 13. febrúar síðastliðinn. Í framhaldi taka við skimanir á starfsstöðvum með eftirfylgni og ráðleggingum Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings. Spurningar og umræður þátttakenda endurspegluðu fagmennsku, áhuga og alúð kennara, sérkennara og þroskaþjálfa sem nemendur um allt land njóta. Frábærar umsagnir þátttakenda hvetja okkur áfram í því að styðja við íslenskuna, fræða um hvernig er unnt að grípa inn í framburð íslensku málhljóðanna og undirbúa börnin okkar fyrir læsi. Nokkrar umsagnir: „Til hamingju með þig og þetta námskeið… þetta er svo aðgengilegt og valdeflandi til árangurs“, „Takk fyrir mig, frábært verkfæri sem ég hlakka til að nota“