Out of stock

Framburðaraskja: Lærum og leikum með hljóðin –UPPSELT- undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal

Free!

Framburðaröskjurnar njóta mikilla vinsælda hjá leik – og grunnskólum sem nýta efnið með stafainnlögn í fyrsta bekk, í sérkennslu og talkennslu barna með framburðarfrávik, með börnum af erlendum uppruna og fyrir heyrnarskert börn. Þá eignast sífellt fleiri heimili öskjuna til að nota með smáforritinu.Framburðaraskjan - grunnefnið

Out of stock

SKU: Askja 4683. Category: .

Product Description

UPPSELT. Áprentuð taska úr bylgjupappa geymir grunnbókina og allar myndirnar í bókinni í tvöföldu setti til að æfa orðin í ýmsum leikjum. Um er að ræða fleiri hundruð myndir. Allar táknmyndir fyrir hljóðin eru uppstækkaðar á sérspjöld svo hægt er að hafa þær vel sýnilegar fyrir börnin á meðan unnið er með viðeigandi hljóð hverju sinni. Þá fylgja leiðbeiningar og hugmyndir að notkun efnisins.

Fleiri hundruð fallegar myndir til að spila bingó, lottó, samstæðuspil með bók sem leiðarvísi

Fleiri hundruð fallegar myndir til að spila bingó, lottó, samstæðuspil með bók sem leiðarvísi

 

Tvöfalt myndasett af öllum myndum í bókinni fylgir til að spila og æfa hljóðin í orðumLagt er upp með að foreldrar fylgi stakri bók heima á sama tíma og skólinn vinnur með myndir í framburðaröskjunni í spilum og leikjum. Báðir aðilar reyna að vekja athygli á myndun hljóðsins og að laða hljóðin fram.  Ávallt skal þó leita til talmeinafræðings ef grunur leikur á að barn nái ekki hljóðum í sama takti og jafnaldrarnir.

Þá hafa sumir foreldrar keypt framburðaröskjuna með grunnefninu og unnið heima í spilum og leik með börnum sínum, jafnvel í samstarfi við talmeinafræðing barna sinna. Þannig má ná hámarksárangri eins og við á hverju sinni.

Búi Kristjánsson teiknar skemmtilegar og grípandi myndir.

Verð:   22.500 kr                   Takmarkað upplag. Nokkur eintök eftir

Meira:

Prentun: Prentsmiðjan Oddi 2008

Kassagerðin sá um hönnun og prentun umbúða/framburðaröskjunnar, 2008

Stuðningur við útgáfu 2008:  Barnavinafélagið Sumargjöf, Manngildissjóður Reykjanesbæjar, Heyrnar– talmeinastöð Íslands og Barnamenningarsjóður