Skilaboð frá Hoppa um froskaleikina

Product Description

Um Froskaleiki Hoppa: 
Borðin í Froskaleikjunum eru þau læst þannig að í fyrstu umferð verður nemandi að fara í gegnum hvert og eitt hljóð/staf einu sinni og ná öllum 4 stjörnum i hverju leikborði. Eftir það opnast leikurinn og hægt að velja af handahófi. Markmiðið er kennslufræðilegs eðlis, tryggja sem mest og best nám hjá hverju barni.

Hoppi minnir á nytsamleg atriði:

1) Smellið á blikkandi sjónvarp efst uppi til hægri til að heyra söguna í upphafi. Mælum með að láta nemendur/börnin koma saman og horfa saman á upphafið á sögunni. Svo vinnur hver og einn í sínum iPad (1 – 3 saman). Ræðið um hvað það þýðir að missa málið?

2) Í fyrstu umferð þarf nemandi að klára öll borðin í hverju hljóði og fá 4 stjörnur. Annars hoppar Hoppi ekki áfram! Svo æfir barnið hljóðin í röð. Þannig opnast á öll hljóðin síðar og nemandi getur valið hljóð af handahófi. Markmiðið er að þjálfa ákveðin hljóð fyrst og gera þetta með stigvaxandi þyngd. Svo má leika sér að vild:))

3) Í minni leikjunum er leikið með þau hljóð sem eru í þeim leik. Í skólaútgáfunni er leikið og æft með öll hljóðin sem eru í þeim leik. Miklu fleiri hljóð; lika þau sem eru stundum aftast og í miðju (ng, ð, mjúka G). Þyngri æfing en getur líka hentað eldri börnum.

4) Skólameistarinn hefur skráningarskjal, hægt er að senda gögn og prenta út. Hvert barn/ nemandi sem er skráður inn kemst á ákv. stað á ákv. tíma og heldur áfram frá þeim stað í næsta skipti sem hann er skráður inn. Þannig erum við viss um að allir fari í gegnum allt prógrammið:))  Mikilvægt er að nýta skráningarskjalið vegna þessa.
Vistun gagna í Skólameistaranum er stórbætt með dropbox og hægt að geyma allar upplýsingar.

 

LÆRUM OG LEIKUM ALLT:
https://itunes.apple.com/us/app/rum-og-leikum-me-hljo-in-allt/id667452955?mt=8

linkur á kynningu um smáforritið (APPIÐ)   Link for the Icelandic APP
ENSKU LEIKIRNIR