Sale!

Hljóðalestin með verkefnabók – foreldrabók

Kr.5.900 Kr.5.000

Sprengitilboð á Hljóðalestinni  með verkefnabók. Skoðaðu ábendingar á Youtube rásinni okkar með leik og þjálfun. Einstakt tækifæri til að gefa fallega og vandaða gjöf. Hjálpaðu barninu þínu að undirbúa réttan framburð hljóða, ríma og undirbúa lestrarfærnina sem mikilvægt er að undirbúa löngu áður en lestrarferlið sjálft hefst þegar barnið byrjar í skóla. Ekki láta þetta einstaka sprengitilboð með Hljóðalestinni og verkefnabók fram hjá þér fara. Í Hljóðalestinni er aukin áhersla á hljóðgreiningu, rím og hljóðkerfisþætti og aukið við orðaforða og málskilning í útskýringum orða. Bókin er því góður grunnur að lestrarnámi og réttri stafsetningu.

Verkefnabók fylgir með skemmtilegum æfingum sem börnin geta unnið með Hljóðalestinni.

SKU: 9789935912909. Category: , .

Product Description

Hljóðalestin -rím: Árni Stefán 3 1/2 árs lærir rím og að greina á milli réttra hljóðaHljóðalestin stök með verkefnabókHljóðgreining, rím, orðaforði og setningarHljóðalestin er sjálfstætt framhald fyrra námsefnis og tekur á flestum þeim hljóðapörum sem íslensk börn víxla í framburði. Hver kannast t.d. ekki við að börn segi fak í stað þak? eða dala í stað tala?
Það er unnið með hljóðavíxlin á skemmtilegan hátt í rímorðum svo börnin uppgötva að ef þau segja rangt hljóð í stað rétta hljóðsins þá þýða orðið eitthvað annað. Orðin eru jafnframt sett í setningar til að draga fram merkingu orðanna og setja þau í rétta beygingarmynd.

Í Hljóðalestinni er aukin áhersla á hljóðgreiningu, rím og hljóðkerfisþætti og aukið við orðaforða og málskilning í útskýringum orða. Bókin er því góður grunnur að lestrarnámi og réttri stafsetningu.
Verkefnabók fylgir með skemmtilegum æfingum sem börnin geta unnið með Hljóðalestinni.
Lagt er kapp á að nýta þekkingu og reynslu fagaðila á þessu sviði og gera efnið aðgengilegt fyrir öll börn.
Fyrstu prófanir foreldra og kennara með efnið sýna mjög góðar framfarir í málhljóðagreiningu, rími og stafsetningu.

Hljóðalestin er stærri en fyrri bækur (48 bls)
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teiknar líflegar og skemmtilegar myndir sem henta breiðum aldurshópi. Þá fylgja grunnmyndir Búa Kristjánssonar í táknmyndum hljóðanna.

Aldur: 4 – 12 ára +
Verð: 3500 kr á tilboði

Meira:

Bókin er með gormum undir kili. Alls 48 innsíður á 250 gr. UPM pappír og kápa er 350 gr. UPM pappír. Bókin er með sérstakri lakkhúð til að þola álag lítilla fingra sem skoða aftur og aftur!
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja 2013
Stuðningur: Barnavinafélagið Sumargjöf