Skilmálar/Persónuvernd
Raddlist ehf. kt. 430102-2220
Öll smáforrit Raddlistar falla að ströngum skilyrðum Educational App Store um persónuvernd, foreldrastýrðan læstan aðgang og öryggisverndarsjónarmið m.t.t. notenda smáforritanna. Börn komast ekki inn á aðra miðla út frá smáforritunum vegna foreldralæsingar. Engar upplýsingar um kaupendur og notendur forritanna eru afhentar þriðja aðila. Fagðilar sem nota Íslenska málhljóðamælinn sækja námskeið til réttinda og skrá sig með eigin lykilorði inn í forritið. Enginn utanaðkomandi aðili hefur aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum. Íslenski málhljóðamælirinn hefur verið uppfærður m.t.t. vistunar skv. Persónuverndarlögum og GDPR skilyrðum. Sjá m.a. skilyrði á ensku:
What is app certification?
The Educational App Store App Certification Program offers apps that our certified teachers has examined and found to conform to best practices for our target users. Our certified teachers also performs a review of the app’s data privacy policy. Educational App Store does not, in any way, warrant the accuracy, reliability, completeness, usefulness, non-infringement of our community or partner developers.
Certification involves requirements for clear developer documentation and support. The developer; Raddlist ehf. must be able to commit to the following documentation and support requirements:
- Provide a link to the data privacy policy for your app.
- Provide a link to information about the support provided for your app users (parents and teachers)
Almennt um allar vörur og pantanir af vefsíðu:
Raddlist áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar vörur í vefverslun verða afgreiddar 1 – 4 virkum dögum eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Raddlist ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Raddlist ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Raddlist mun skoða öll mál og kappkosta að veita bestu mögulegu þjónustu.
Pantanir sem eru sendar erlendis greiða sérstaklega fyrir sendingarkostnað.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Lagt er kapp á að uppfylla allar óskir og kröfur kaupanda eins og unnt er hverju sinni. Ath. að flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Raddlist ehf með spurningar.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK.
Trúnaður/Persónuvernd
Seljandi, Raddlist ehf. heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Seljandi heitir því að gæta fyllsta trúnaðar og virða rétt kaupanda varðandi meðferð persónuupplýsinga. Þegar vara er keypt í gegnum heimasíðu Raddlistar (laerumogleikum.is) er eingöngu í boði að greiða pöntun á vöru með bankamillifærslu. Þá fer kaupandi sjálfur inn á sinn banka (með rafrænum skilríkjum og/eða fer í eigin persónu í bankann) og öll meðhöndlun trúnaðarupplýsinga er á ábyrgð kaupandans og bankans.
Þeir sem skrá sig á póstlista Raddlistar ehf. geta treyst því að persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Gert er ráð fyrir að þeir aðilar sem skrá sig á póstlista á heimasíðunni óski eftir upplýsingum sem varða nýtt efni og/eða tilboð af fúsum og frjálsum vilja.
Við notum tímabundnar vefkökur sem hafa þá einungis virkni meðan síða er heimsótt eða þar til vafrara er lokað. Vefkökur okkar geyma ekki neinar persónuupplýsingar.
Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá stofnun vefsíðunnar árið 2013 og eru uppfærðar í ágúst 2024.