Home PageAsdf2

asdf2

Um bækurnar og myndaspjöldin:

Markmið Lærum og leikum með hljóðin er að framleiða eingöngu hágæða efni fyrir börn. Efnið á að endast hjá barnafjölskyldum og skólum.  Sérstök lakkhúðun á bókum og myndaspjöldum leyfir stöðuga og ítrekaða skoðun lítilla fingra. Klístur má auðveldlega strjúka af.

Allar bækur með góðum gormum. Kápusíða er 350 g. þykk og innsíður 250 g. að þykkt.

Viðbótarefni:

Raddlist selur efni til að fylgja betur eftir þjálfunarefninu í leik og skipulögðu starfi:

Myndastandar halda uppi þeim tákn- talfæramyndum sem unnið er með hverju sinni til að leggja áherslu á rétt hljóð – myndin er þá sýnileg börnunum.

Töfrasproti – segulstöng og segulpeningar eru notuð til að umbuna barninu fyrir rétta hljóðmyndun eða hlustun.

Í hvert skipti sem hljóð eða orð er sagt þá getur barnið sett segulpening ofan á myndina og þegar búið er að ljúka verkefninu sveipar töfrasprotinn upp öllum segulpeningunum.

Litlir dýraspeglar úr svampi með segli að aftan, gefur færi á að skoða hvort talfærin eru á réttum stað þegar hljóðin eru mynduð. Óbrjótanlegir og kjörið að hafa sýnilega á ísskáp eða lausa með æfingaefninu.