Lýsing
Í svokölluðum skólapakka fylgja Hljóðalestinni verkefnabók og stórar myndir af talfærum í hliðarstöðu með öllum þeim hljóðum sem unnið er með í bókinni; alls 32 myndir. Talfæramyndunum má því stilla upp til hliðar þegar unnið er með hvert hljóðapar. Mælt er með að nota bókina jafnvel eins og spil.Það er kjörið að láta nemendur setja segulpeninga eða annað efni ofan á hverja mynd í bókinni um leið og þeir segja orðið og ríma. Þegar barnið er búið að segja orðin og setja ofan á allar myndir á hverri bls. má hreinsa af með segulsprotanum! Sjá hugmyndir á Youtube rásinni okkar
SEGULPAKKI FYLGIR EKKI.