Að færa bók í Books forritið á iPhone/iPad

Skref 1
Smellir á punktana þrjá við hægri enda stikunnar.

Skref 2
Velur efsta valmöguleikann „Download PDF File“. Þá opnast bókin í nýjum flipa.

Skref 3
Með bókina í nýjum flipa smellir þú á „Deila“ takkann í valstikunni neðst á skjánum. Það er þessi í miðjunni, kassi með ör vísandi uppúr.

Skref 4
Upp kom valmynd sem býður þér ýmsa möguleika, oftast er röð af tengiliðum, og neðan við hana röð af forritum. Þar á eftir koma ýmsar aðgerðir.
Farðu yfir forritin sem þér er boðið og athugaðu hvort þú sjáir „Books“ forritið. Ef það er ekki þar ferð þú á hægri endann og velur „More“. Þá á að koma upp listi með fleiri forritum.

Skref 5
Ef þú fannst ekki „Books“ forritið í skrefi 4 ætti það að finnast hér.
Ef þú finnur það ekki hér gakktu úr skugga um að „Books“ forritið sé uppsett á tækinu. Gætir þurft að sækja það í AppStore.
Þegar að „Books“ er fundið smellir þú á það og bókin vistast og opnast í forritinu.