Tilboð!

Lærum og leikum með hljóðin; forskot á hljóðmyndun, læsi og færni inn í lífið! Bók og myndaspjöld

Original price was: 4.500 kr..Current price is: 3.000 kr..

Stafræn bók og myndaspjöld. Undirbúum læsi frá unga aldri með skemmtilegum hætti. Málhljóðin í íslensku eru kynnt með vísan í ákveðna fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð undir leiðsögn talmeinafræðings. Fingrastafróf heyrnarlausra fylgir hverju málhljóði. Skemmtileg bók að skoða og læra íslensku hljóðin um leið og barnið myndar málhljóðin í hljóðaleik og í orðum.
Af öryggi geta foreldrar byrjað á fyrstu bls. í bókinni og fylgt efninu áfram því smám saman eru hljóð sem erfiðara er að segja, kynnt í hljóðaleik. Allar myndir í bókinni má prenta út og leika með í spilaformi.

Lýsing

Vegna Evrópudags talþjálfunar bjóðum við sérstakan afslátt í mars af þessari stafrænu útgáfu. Fingrastafróf heyrnarlausra fylgir hverju málhljóði. Lærum og leikum með hljóðin er skemmtileg bók að skoða og læra hljóðin um leið og barnið myndar íslensku málhljóðin í hljóðaleik og í orðum. Hundruð myndaspjalda fylgja.
Af öryggi geta foreldrar byrjað á fyrstu bls. í bókinni og fylgt efninu áfram því smám saman eru hljóð sem erfiðara er að segja, kynnt í hljóðaleik. Bókina má hugsa sér sem leiðarvísi um hvernig má á einfaldan hátt laða fram rétt hljóð í hljóðaleik, æfa hljóðatengingar sem við köllum bullorð og æfa ný orð með réttu hljóði. Við bætum í orðaforða ungra barna og strax er hugað að undirbúningi lestrarferilsins, sem hefst löngu áður en barnið fer að lesa staf fyrir staf. Hvert samhljóð á sér fyrirmynd eða tákn fyrir hljóðið. Í spætunni sem goggar í tréð heyrist d…d…dadd.., um leið og hún goggar, reiða kisan segir f…f…fh… þegar togað er í rófuna hennar o.s.frv.

Lærum og leikum með hljóðin er ætluð ungum börnum sem eru að byrja hljóðmyndun og öðrum þeim sem eru að læra íslensku málhljóðin.

Við köllum hana gjarna grunnbókina því í þessari bók eru öll hljóð í íslensku kynnt með aðstoð Mána og Maju. Þau fylgja þeim sem skoðar og les, út alla bókina. Röð samhljóða í bókinni fylgir sömu röð og íslensk börn tileinka sér hljóðin í máltökunni. Hér er því ekki um eiginlega stafrófsröð að ræða.
Aðferðafræði bókarinnar byggir á reynslu sem höfundur hefur þróað í áratugi í starfi á Íslandi sem talmeinafræðingur. Fjöldi leik- og grunnskóla nota Lærum og leikum með hljóðin í daglegu starfi og ná góðum árangri með börnunum í réttri hljóðmyndun og að undirbúa lestrarfærni.

Myndir Búa Kristjánssonar eru einstaklega skemmtilegar og hæfa efninu vel.

Aldur: allt frá 9 mánaða aldri og áfram á leik-/ grunnskólaaldur, eftir eðli máls hverju sinni. Börn með frávik í framburði hljóða, tvítyngd börn, heyrnarskert og fleiri börn með seinkun í tjáningu nota bókina eftir að grunnskólaganga hefst.

Stafræn útgáfa – hægt að skoða í tölvu – hlaða niður í bókaforrit í snjalltækjum og hafa bókina alltaf tilbúna til skoðunar. Vandað efni í snjalltæki – engar auglýsingar.

MYNDASPJÖLDIN:

Fleiri hundruð fallegar íslenskar teiknaðar myndir fylgja stafrænu útgáfunni til að spila bingó, lottó, samstæðuspil og setja upp í leikjaform.
Þá eru líka allar táknmyndir fyrir hljóðin uppstækkaðar á sérspjöld svo hægt er að hafa þær vel sýnilegar fyrir börnin á meðan unnið er með viðeigandi hljóð hverju sinni. Allar myndir úr bókinni eru í tvöföldu setti.

Heimili og skóli geta unnið saman með áherslu á sömu hljóðin heima og í skóla. Í leik við hæfi barnsins er um að gera að reyna að vekja athygli á myndun hljóðsins og að laða hljóðin fram. Ávallt skal þó leita til talmeinafræðings ef grunur leikur á að barn nái ekki hljóðum í sama takti og jafnaldrarnir.

Myndaspjöldin er kjörið að nýta í samstarfi við talmeinafræðing. Þannig má ná hámarksárangri eins og við á hverju sinni.
Lærum og leikum myndaspjöldin njóta mikilla vinsælda hjá foreldrum, leik – og grunnskólum sem nýta efnið með stafainnlögn í fyrsta bekk, í sérkennslu og talkennslu barna með framburðarfrávik, með börnum af erlendum uppruna og fyrir heyrnarskert börn.

Allt Lærum og leikum efnið og aðferðafræðin lifnar við í DVD og/eða nýrri veflausn og smáforriti. Hér vinna börnin, skóli og fjölskyldur með bókaformið. Myndirnar sem fylgja er kjörið að prenta út eða setja upp í tölvu/snjalltæki.

Stuðningur við útgáfu 2008: Barnavinafélagið Sumargjöf, Manngildissjóður Reykjanesbæjar, Heyrnar– talmeinastöð Íslands og Barnamenningarsjóður.
IMG_6129