Sale!

Grunnbók og borðmotta – bleik

Kr.8.350 Kr.7.000

Hér er framburðarbókin Lærum og leikum með hljóðin -undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal á sérstöku tilboði með hljóða – spilamottu. Bókin er ætluð ungum börnum sem eru að byrja hljóðmyndun og öðrum þeim sem eru að læra íslensku málhljóðin. Í bókinni eru öll málhljóðin í íslensku kynnt með aðstoð Mána og Maju í  sömu röð og íslensk börn tileinka sér hljóðin í máltökunni. Borðmottan styður við efnið í bókinni á skemmtilegan hátt.

SKU: Bók og motta bleik. Category: .

Product Description

Hér er framburðarbókin Lærum og leikum með hljóðin -undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal á sérstöku tilboði með hljóða – spilamottu.

Bókin er ætluð ungum börnum sem eru að byrja hljóðmyndun og öðrum þeim sem eru að læra íslensku málhljóðin. Við köllum hana gjarna grunnbókina því í þessari bók eru öll hljóð í íslensku kynnt með aðstoð Mána og Maju. Þau fylgja þeim sem skoðar og les, út alla bókina. Röð samhljóða í bókinni fylgir sömu röð og íslensk börn tileinka sér hljóðin í máltökunni. Hér er því ekki um eiginlega stafrófsröð að ræða. Af öryggi geta foreldrar byrjað á fyrstu bls. í bókinni og fylgt efninu áfram því smám saman eru hljóð sem erfiðara er að segja, kynnt í hljóðaleik. Borðmottan styður við efnið í bókinni á skemmtilegan hátt.  Borðmotturnar má nota á ýmsa vegu:

1) Með mjög ungum börnum er hægt að nota þær undir diskinn þegar barnið borðar eða er matað. Hinn fullorðni skoðar hljóðamyndirnar og kennir börnunum um hljóðin sem táknmyndirnar eru fulltrúar fyrir um leið og matast er. Dæmi:  Mmm …segir strákurinn sem fékk ís….og næst er trommuhljóðið í trommunni hans Benna Bbb.. bomm… og svo koll af kolli.

2) Með hækkandi aldri færa börnin leikinn með hljóðin yfir í leir og litavinnu þar sem kjörið er að hafa motturnar undir og verja borðið sem unnið er á. Alltaf gott að kíkja á myndirnar og segja hljóðin um leið!

3) Svo má nota borðmotturnar sem spil þar sem hægt er að spila með teningi og fikra sig áfram í gegnum hljóðin.

Motturnar eru í stærðinni 42 cm x 30 cm og koma í fjórum litum.