Product Description
,,Böðum barnið í tungumálinu”. Við sem vinnum að þroska og uppvexti barna vitum hversu mikilvægt það er að vera góðar málfyrirmyndir, tala um og nefna hluti í umhverfinu, umvefja og hvetja börn til að nota málið þ.e. ,,baða börnin í tungumálinu”. Þannig öðlast þau færni án fyrirhafnar.
Með það að markmiði höfum við fært málhljóðin enn nær umhverfi barnanna með því að gera sérstakar vinnusvuntur í 3 litum, sem henta 2-8 ára börnum. Tilvísun mynda á svuntunum er í sögur, bókstafi og málhljóð eins og þau eru kynnt í bókum og smáforritunum Lærum og leikum með hljóðin og Froska-leikjunum vinsælu.
Svunturnar eru sérgerðar fyrir okkur hjá Raddlist ehf., úr viðurkenndum efnum með íslenskum stöfum og málhljóðamyndum, sem vinna saman með öðru uppbyggilegu þjálfunarefni.
Við bjóðum vinnusvunturnar í pakka til skóla á sértilboði.
6 svuntur í pakka (2 í hverjum lit) á aðeins 13.900 kr. Eitt sendingargjald bætist við hverja pöntun þó fleira efni sé pantað.