Sale!

Vefnámskeið fyrir foreldra og skóla: fróðleikur um máltöku og læsi barnanna okkar

Kr.50.000 Kr.14.950

Lifandi fræðsla þegar þér hentar!  

Fróðleikur um málþroska, framburð og læsi fyrir foreldra og fagfólk skóla.

Fáðu Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing beint heim í stofu, á starfsdag skólans, í undirbúningstíma starfsfólks, í fræðslu hjá foreldrafélagi skóla eða í fræðslu Heilsugæslunnar.

Ólöf Guðmundsdóttir leikskólastjóri og sérkennslustjóri leikskólans Heiðarsels segir frá skipulögðu starfi leikskólans fyrir alla nemendur frá upphafi leikskólagöngu fram að læsi og útskrift yfir í grunnskóla. ,,Lærum og leikum með hljóðin” er þar í brennidepli, sérstaklega smáforritin.

Fræðslan er í 6 hlutum; alls 1,45 klst. Aðgangur að vefnámskeiðinu með upplýsingum berst á netfang þitt/skóla eða stofnun með eigin lykilorði eftir að greiðsla berst í gegnum greiðslugátt okkar. Námskeiðið er aðgengilegt í mánuð pr. notanda.

Foreldrar, sem fá nýfætt barn sitt í fangið, bera yfirleitt miklar væntingar í brjósti fyrir hönd þess. Foreldrar hafa mikil áhrif á möguleika barnsins til að þroskast og nýta hæfileika sína með góðu atlæti og mikilli örvun. Fræðsla til foreldra og fagfólks skóla um hvað örvun þeirra hefur mikið forspárgildi um góðan árangur og lífsgæði fyrir barnið síðar, er mjög mikilvæg. Síðustu áratugi hefur fjöldi rannsókna staðfest gildi snemmtækrar íhlutunar foreldra og skóla þar sem málörvun og undirbúningur lestrarfærni skiptir sérstaklega miklu máli fyrir nám síðar á lífsleiðinni. ,,Lærum og leikum með hljóðin” er sprottið upp úr reynsluheimi höfundar í starfi með skólafólki og fjölskyldum barna með og án þroskafrávika.

Leikskólarnir i Reykjanesbæ eru orðnir landsþekktir fyrir hversu vel þeir skila nemendum undirbúnum fyrir læsi í grunnskólann. Skólarnir nota allir skipulega þjálfunarefnið Lærum og leikum með hljóðin sem Bryndís Guðmundsdottir kennari og talmeinafræðingur hefur þróað um árabil m.a. í samstarfi við leikskólana. Hér er námskeið Bryndísar komið a vefinn, þar sem bæði skólar, kennarar og foreldrar geta nýtt sér það að vild.

,,Námskeiðið er fullt af fróðleik um máltöku og læsi barnanna okkar”

Berglind Ósk Guðmundsdóttir talmeinafræðingur Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar

Product Description

R-3Lifandi fræðsla þegar þér hentar!  

Fróðleikur um málþroska, framburð og læsi fyrir foreldra og fagfólk skóla

 Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, M.A. CCC-SLP, höfundur og útgefandi ,,Lærum og leikum með hljóðin”.
Upptaka og eftirvinnsla: Marteinn Ibsen, kvikmyndagerðamaður M.A.
Aðgangur að vefnámskeiðinu með upplýsingum berst á netfang þitt/skóla eða stofnunar, með eigin lykilorði eftir að greiðsla berst í gegnum greiðslugátt okkar. Námskeiðið er aðgengilegt í mánuð pr. notanda. Hóflegt verð miðast við klst. þjálfun hjá talmeinafræðingi á stofu.
Umfjöllunarefnið er eftirfarandi:

1. hluti.  Leggjum læsi lið með örvun barns frá unga aldri.  Mikilvægur og skemmtilegur fróðleikur sem allir foreldrar ættu að fá vitneskju um þegar þeir undirbúa sig fyrir foreldrahlutverkið. Hvaða forsendur liggja að baki máltöku barns; hlustun, mæðra- foreldratal, hljóðaleikurinn, framburður, orðaforði og málþroski. Hvers vegna snemmtæk íhlutun? Ávinningur samfélags af snemmtækri í hlutun fyrir læsi.

Leiðarljós í fyrsta hluta:  Orðaforði, grunnhugtök og framburður hljóða sem leggur grunn að hljóðavitund. Allir þessir þættir útskýrðir með skilmerkilegum dæmum.

2.hluti   Örvun málþroska. Samstarf heimilis og skóla. Taugafræðilegar forsendur máls og tals. Hvernig höfum við áhrif sem breyta ytri skilyrðum og jafna aðstæður barna. Hversu mikið þurfum við að tala við börnin okkar? Tvítyngi.

3. hluti.  Hvernig læra börn að lesa? Hvað þarf að vera til staðar fyrir læsi?  Hvaða börnum þarf að gefa gaum. Rannsóknir. Reykjanesmódelið.

4. hluti.  Námsefni til árangurs : Lærum og leikum með hljóðin > verkfæri fyrir foreldra og fagfólk til að vinna með börnum sínum. Persónuleg reynsla höfundar og uppspretta ,,Lærum og leikum með hljóðin”. Hljóðaþemu kynnt í starfi skóla með mögulegu samstarfi við heimilin.

5. hluti.  Smáforritin. Einu íslensku smáforritin á sviði framburðar, orðaforða og undirstöðuþátta fyrir læsi.

Lærum og leikum með hljóðin – smáforritið kynnir öll málhljóð íslenskunnar og leggur grunn að hljóðaleiknum, réttum framburði, orðaforða og setningamyndun. Froskaleikir Hoppa þjálfa beint nauðsynlega grunnþætti fyrir læsi.

6. hluti.  Frá upphafi leikskólagöngu 2 ára barna fram að læsi með útskrift í grunnskóla. Reynsla leikskólans Heiðarsels.

 Ólöf Guðmundsdóttir leikskólastjóri og sérkennslustjóri leikskólans Heiðarsels í Reykjanesbæ segir frá skipulögðu starfi leikskólans fyrir alla nemendur frá upphafi leikskólagöngu fram að læsi og útskrift yfir í grunnskóla. ,,Lærum og leikum með hljóðin” er þar í brennidepli, sérstaklega smáforritin.

Leikskólarnir i Reykjanesbæ eru orðnir landsþekktir fyrir hversu vel þeir skila nemendum undirbúnum fyrir læsi í grunnskólann. Skólarnir nota allir skipulega þjálfunarefnið Lærum og leikum með hljóðin sem Bryndís Guðmundsdottir kennari og talmeinafræðingur hefur þróað um árabil m.a. í samstarfi við leikskólana. Hér er námskeið Bryndísar komið a vefinn, þar sem bæði skólar, kennarar og foreldrar geta nýtt sér það að vild.

 Umsagnir um Lærum og leikum með hljóðin og námskeiðin:

Bryndís á heiður skilið fyrir framgöngu sína í fræðslu- og menntamálum í Reykjanesbæ. Námsefnið Lærum og leikum með hljóðin er til fyrirmyndar. Það eru forréttindi að fá fræðslu og kynningu á efninu frá höfundi, sem veitt hefur faglega ráðgjöf til leikskólakennara og sérkennslustjóra með nákvæmri eftirfylgni. Efniviðurinn hefur haft jákvæð áhrif á framtíð barna á leikskólastigi í markvissri málörvun. Bryndís hefur verið mjög ötul við að fræða leikskólakennara og foreldra um hvernig nýta má sem best námsefnið og hefur því verið tekið fagnandi.

Námsefnið er góð viðbót við að efla málþroska og framburð barna frá unga aldri. Námsefnið styrkir hljóðkerfisvitund og eflir lestrarfærni. Námsefnið er aðgengilegt og fylgir nútíma þróun m.a. mynd-og prentrænt sem og í smáforriti.

Fagfólk í leikskólanum Gimli er þakklátt fyrir námsefnið sem vel er nýtt í starfi og styður við læsisstefnu leikskólans með tilliti til Framtíðarsýnar Reykjanesbæjar.

(Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2015 tiln.)

Námsefnið „Leikum og lærum með hljóðin“ er fyrirmyndarnámsefni og einstaklega vandað. Kennarar á Gimli hafa sótt námskeiðið „Lifandi fræðsla þegar þér hentar“ sem var fróðlegt, vel fram sett, lifandi og skemmtilegt. Það er samdóma álit undirritaðra að námskeiðið henti afar vel skólasamfélaginu sem og heimilum.

Karen Valdimarsdóttir, leikskólastýra, Fjóla Hilmarsdóttir, þroskaþjálfi/sérkennslust., Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir, leikskólakennari. Leikskólinn Gimli Reykjanesbæ.

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar fékk Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing til að vera með námskeið vorið 2015 fyrir kennara og starfsmenn leikskóla um leiðir til að vinna með börn með frávik í málþroska.Námskeiðið stóð vel undir væntingum allra.  Þátttakendur nefndu að það hefði gefið þeim faglega innsýn í vanda barna með seinkaðan málþroska og jafnframt hefðu þeir fengið verkfæri í hendurnar til að vinna með og taka á vanda barna með mál- og tal örðuleika.  Bryndísi tekst á lifandi hátt að flétta saman fræðum og lifandi frásögnum af vinnu og er frábær fagmaður.

Efni Bryndísar Lærum og leikum með hljóðin er notað í öllum leikskólum Reykjanesbæjar og hefur skilað góðum árangri í vinnu barna með málþroskavanda og einnig tvítyngra barna.  Foreldrar hafa verið duglegir við að nýta sér efnið og verið ánægðir með hversu aðgengilegt það er, fjölbreytt og skemmtilegt.

 Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, fyrrv. leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar. Teymisstjóri læsisteymi Menntamálastofnunar

Frábært námskeið hjá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi um undirstöðuatriði læsis og mikilvægi þess að byrja eins fljótt og mögulegt er til að leggja grunninn að læsi, orðaforða og hugtakaskilningi. Bryndís bendir á nýjar og skemmtilegar leiðir til þess að kenna ungum börnum á einfaldan og skemmtilegan hátt. Einstakt  námskeið sem nýtist bæði kennurum og foreldrum.

Frábært námskeið hjá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi sem hún hélt fyrir sérkennara og kennara nemenda af erlendum uppruna um forsendur ,,Lærum og leikum með hljóðin”  Bryndís kynnti þar nýjar frábærar hugmyndir um það hvernig kennarar og foreldrar geti veitt börnum  þau bestu möguleg þroskaskilyrði er varðar mál og tal sem er jú undirstaða læsis, orðaforða og hugtakaskilnings. Þetta er frábært námsefni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara sem er umhugað um börnin sín.

Hafdís Garðarsdóttir, kennsluráðgjafi
 grunnskóla; Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar

Frábært námskeið þar sem komið er inn á alla þætti málþroskans og hentar efni Bryndísar einstaklega vel við snemmtæka íhlutun. Nýjar, áhugaverðar og einfaldar leiðir sem henta bæði foreldrum og kennurum til að auka málþroska barna og búa þau undir læsi og lestrarnám.  Afar áhugavert námskeið sem byggir á traustum grunni og enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Kolfinna Njálsdóttir, sérkennsluráðgjafi M.Ed

 

Frábært námskeið fyrir alla sem koma að uppeldi barna, foreldra, ömmur og afa, kennara og annað starfsfólk leikskóla. Þættirnir sem koma fram eru svo mikilvægir fyrir málþroska og framburð barna. Mæli hiklaust með lifandi fræðslu Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings, námsefninu og smáforritunum hennar Lærum og leikum með hljóðin. Þau eru frábær með öllum börnum, allir græða á að leika með þau.

Ólöf K. Guðmundsdóttir, leikskólastjóri og sérkennslustjóri Heilsuleikskólinn Heiðarsel Reykjanesbæ

Námskeiðið  var vel uppbyggt og vandlega farið í fræðilega undirbyggingu námsefnisins. Einnig var farið yfir fjölbreytta möguleika þess til að styrkja framburð, málskilning og máltjáningu. Ég nota Lærum og leikum með hljóðin á hverjum degi  til að efla fyrrgreinda þætti í starfi mínu sem sérkennslustjóri í leikskóla. Námsefnið er mög myndrænt og skemmtilegt  og höfðar sterkt til barna.

Árdís Hrönn Jónsdóttir, sérkennslu- og verkefnastjóri Leikskólinn Tjarnarsel, Reykjanesbæ

“Námskeiðið er fræðandi og kemur Bryndís yfirgripsmikilli þekkingu sinni mjög vel til skila. Námsefnið er aðgengilegt og notað á hverjum degi í leikskólanum. Lærum og leikum með hljóðin er málörvunarefni sem hvetur börn til tjáningar og hafa mörg börn náð miklum framförum eftir að hafa farið markvisst í gegnum efnið”.

Helga Andrésdóttir, þroskaþjálfi/sérkennslustjóri, Leikskólanum Akri Hjallastefnuskóla í Reykjanesbæ.

Ég hef notað námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“ frá því það kom fyrst út og hef fylgst með Bryndísi þróa það áfram í gegnum árin. Ég hef nýtt mér það í leik og starfi í leikskólanum Holti í ýmsum tilgangi. Bæði hef ég nýtt það í hljóðavinnu með börnum með frávik og er það þá sérsniðið að hverju barni fyrir sig, en einnig hef ég notað það með hópi til að vinna á fjölbreyttan hátt með læsi og þá sérstaklega hljóðkerfisvitundina. Efnið er einstaklega þægilegt og aðgengilegt og hægt er að segja að það hafi auðveldað og einfaldað alla vinnu sérkennara í leikskólum.

Heiða Ingólfsdóttir, leikskólasérkennari og sérkennslustjóri í leikskólanum Holti.

 Námskeið Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings, um málþroska, framburð og læsi, er góður fróðleikur bæði fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla. Farið er yfir forsendur hlustunar, málþroska og framburðar og mikilvægi þess að börn fái sem mesta málörvun strax á unga aldri. Bryndís nefnir leiðir til að örva skilning og hlustun ungra barna sem mest. Einnig er farið yfir hvernig börn læra að lesa og hvað þarf að vera til staðar fyrir læsi. Þetta er mikilvægur þáttur sem hægt er að vinna með börnunum strax á unga aldri. Þetta námskeið er vel upp sett og er fullt af frábærum fróðleik um máltöku og læsi barnanna okkar.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir
, talmeinafræðingur, Cand.Mag. 
Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

“Mér fannst námskeiðið nýtast mér afskaplega vel og gaf mér góða innsýn hvaða þætti ber að hafa í huga við að efla málþroska ungra barna. Efnið ,,Lærum og Leikum með hljóðin” hvort sem það eru bækurnar eða smáforritin eru aðgengileg og auðskilin og leiðir mann áfram í að þjálfa börnin á réttan og markvissan hátt svo vinnan skilar hámarksárangri hjá öllum börnum. Efnið er einnig afskaplega litríkt og skemmtilega uppsett og grípur augu barnanna sem vilja ólm æfa sig.” Ég get með stolti hrósað efninu í hvívetna!

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir, yfirþroskaþjálfi og sérkennslustjóri, Leikskólinn Völlur, Hjallastefnuskóli í Reykjanesbæ

Námskeiðið hjá Bryndísi er faglega sett upp, fróðlegt og einfalt sem gerir mér mér kleift að nota það í mínu starfi vegna góðra leiðbeininga. Ég mæli eindregið með því fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum.

Þórdís Marteinsdóttir, sérkennslustjóri og þroskaþjálfi, Leikskólinn Sólborg, Hjallastefnuleikskóli í Sandgerði

,,Lærum og leikum með hljóðin” notum við mikið á leikskólanum Vesturbergi, bæði í sérkennslunni sem og inni á heimastofunum t.d. þegar stafur vikunnar er lagður inn. Efnið nýtist öllum aldri og er algjörlega frábærlega sett upp. Þetta er námsefni sem safnar EKKI ryki uppi í hillu. Þetta er námsefni er í notkun ALLA daga!

Námskeiðið er vel sett upp og nær vel til manns enda Bryndís mikil fagmanneskja. Það er virkilega ánægjulegt að hafa kynnst og unnið með svona áhugasamri og gefandi fagmanneskju eins og Bryndís er.

 Halldóra Magnúsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri leikskólanum Vesturbergi, Reykjanesbæ

Námskeiðið í heild var mjög gott, fræðandi og upplýsandi. Allt námsefnið ,,Lærum og leikum með hljóðin” hjálpar okkur að vinna með málþroska og framburð, er aðgengilegt og auðveldar okkur vinnuna dags daglega. Það nýtist öllum árgöngum. Bryndís er dugleg að koma með hinar ýmsu faglegu ábendingar og ráð um námsefni sem hægt er að nýta í okkar starfi.

Ingibjörg Guðjónsdóttir, leikskólastjóri og Guðrún Ágústa Björgvinsdóttir sérkennslustjóri, heilsuleikskólanum Garðaseli, Reykjanesbæ

Kennsluefnið og smáforritið Lærum og leikum með hljóðin hefur gert okkur kleift að fá góða heildarsýn yfir framburð barna okkar. Það hefur hjálpað okkur við að vinna markvisst með börnin að bættum framburði, hljóðmyndun, auknum skilningi, orðaforða og minni og jafnframt undirbúið þau vel til læsis. Nýtis vel fyrir öll börn og einnig foreldra sem eru að tileinka sér íslensku. Skýrar upplýsingar eru um notkun og forritið býður upp á frábært skráningarspjald.

Einstaklega lifandi og hnitmiðað kennsluefni, litríkt, myndrænt og skýr og góð hljóðgæði sem höfðar vel til barnanna – og okkar starfsfólksins.

Berglind Bára Bjarnadóttir sérkennslustjóri og Ingibjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, leikskólinn Hjallatún 

 

Efnið Lærum og leikum  með hljóðin er frábært kennsluefni, það er einfalt og auðvelt að grípa í það. Myndirnar eru skemmtilegar og vekja áhuga barnanna. Útskýringarnar eru auðveldar að skilja hvort heldur sem er fyrir foreldra eða kennara, allir geta notfært sér efnið.

Geisladiskurinn vekur alltaf gleði barnanna og sitja þau dolfallin, horfa, hlusta og apa eftir hljóðunum sem eru gerð. Þeim finnst líka gaman að syngja með lagið Lærum og leikum með hljóðin.

Appið er gott gagnvirt kennsluefni þar sem hægt er að fylgjast með málþroska barnanna.

Námskeiðið í vor var bæði gagnlegt og fróðlegt fyrir kennara. Þar fengum við góða kynningu á notkunnarmöguleikum kennsluefnisins og fræðslu um málþroska barna. Við mælum eindregið með því að allir starfsmenn  á leikskólum sem vinna með börnum fari á samskonar námskeið. Bæði til að auka þekkingu þeirra á málþroska barna og til að læra að tileinka sér þetta frábæra kennsluefni.

 Katrín Lilja Hraunfjörð aðstoðarskólastjóri og starfsfólk heilsuleikskólanum Háaleiti í Reykjanesbæ.