Íslenski Málhljóðamælirinn

SNEMMTÆK ÍHLUTUN Í VERKI. Einfalt skimunartæki sem metur framburð íslensku málhljóðanna.

Íslenski málhljóðamælirinn (ÍM) skimar fyrir myndun íslensku málhljóðanna allt frá 2 ára aldri einstaklings fram á fullorðinsár. ÍM í spjaldtölvu (iPad) er ætlað fagaðilum leik- og grunnskóla og stofnana.

Á vönduðu fjarnámskeiði kennir Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur um málhljóðaraskanir og um notkun forritsins á skýran og einfaldan hátt. Innifalið í réttindanámskeiði er endurgjöf á skimanir, eftirfylgni, ráðgjöf og aðstoð í allt að 6 mánuði eftir að námskeiði lýkur eða þar til skilyrðum til réttinda er fullnægt.

 

Fagfólk veit að mikilvægt er að bíða ekki of lengi án íhlutunar á dýrmætum tímapunkti í lífi barns.

 

Með Málhljóðamælinum geta fagaðilar skóla og talmeinafræðingar nú skimað allt að 6 börn á klst. Strax í lok skimunar er samantekt sjálfkrafa tilbúin með upplýsingum um stöðu barnsins. Í forritinu eru innbyggð aldursviðmið og strax kemur í ljós hvort framburður barnsins samsvarar getu jafnaldra í framburði. Bent er á hvaða málhljóð þarf að þjálfa m.a. til að laða fram réttan framburð og hljóðavitund sem mikilvæg er í umskráningarferli fyrir læsi. Þá er ekki síst mikilvægt að vita hvort þörf er á að vísa barni beint til talmeinafræðings svo ekki komi til óþarfa bið, enda biðlistar eftir talþjálfun langir.

Innifalið í námskeiði endurgjöf og aðstoð í sex mánuði

Að loknu námskeiði fá þátttakendur endurgjöf og aðstoð við úrvinnslu og frágang á öllum samantektum auk frekari aðstoðar. Innifalið í réttindanámskeiði er endurgjöf á skimanir, eftirfylgni, ráðgjöf og aðstoð í allt að 6 mánuði eftir að námskeiði lýkur eða þar til skilyrðum til réttinda er fullnægt.

Áhættugreining hugbúnaðar

ÍM fylgir öllum kröfum um Persónuvernd skv. Evrópustöðlum. Þá hefur ÍM farið í gegnum íslensk viðmið og áhættugreiningu kennsluhugbúnaðar skv. kröfum Sambands íslenskra sveitarfélaga í nýrri útgáfu sumarið 2022 og 2024. Hver notandi er með læstan aðgang. Hægt er að dulkóða nemendur í skráningu en í hverju skrefi í skimun ÍM er minnt á mikilvægt þess að prófstjórnendur fylgi vinnureglum síns sveitarfélags og persónuverndarákvæðum í meðhöndlun og vistun allra gagna.

Viðurkennd forrit Raddlistar

Íslenski málhljóðamælirinn er þróaður í samstarfi við þá erlendu fagaðila sem hafa gefið út sambærileg skimunarforrit. Educational App Store hefur tekið út forrit Raddlistar og gefið 5 stjörnu viðurkenningu á menntunar- forvarnargildi þeirra.

Bylting fyrir okkur!

Nú skima margir skólar reglubundið framburð málhljóðanna. Tvær umsagnir leikskólakennara og sérkennara leikskóla:

,,Skimun í iPad er bylting fyrir okkur. ÍM mun nýtast okkur vel í starfinu. Nú skimum við reglubundið framburð allra barna í leikskólanum á fljótan og einfaldan hátt. Lofar mjög góðu um framhaldið. Mikill kostur að ÍM metur bæði hljóðamyndun og skiljanleika tals“.

,,þessi leið hefur verulega hjálpað okkur við skimun og börnin fá mun fyrr stuðning í framburði sem hæfir hverjum og einum“.

Snilld, beint í heimabyggð! - Vinnan verður markvissari!

Umsögn kennara og þroskaþjálfa í leikskóla:

„Snilld að geta gert þetta á netinu með þér Bryndís! Sparaði okkur mikinn ferðatíma og kostnað! Auðvelt að taka þátt! Við á leikskólanum erum mjög ánægð með endurgjöfina og aðstoðina í framhaldi“.

,,Frábært! Vinnan verður markvissari. Nú vitum við nánast strax hvaða börnum við vísum strax áfram til talmeinafræðings og fyrir hverju þarf að vera vakandi. Engin óþarfa bið. Möguleiki á hljóðupptökum er líka frábær þáttur í skimuninni“.

Eitt gagnlegasta námskeið...

Tvær umsagnir sérkennara og deildarstjóra yngra sviðs grunnskóla:

,,Á námskeiðinu var mikill fróðleikur um málhljóðaraskanir, málþroska og læsi, sem nýtist okkur vel í skólastarfinu“… ,,Við skimun nú öll börn af erlendum uppruna og börn í áhættu fyrir hljóðkerfis- og lestrarörðugleikum“.

,,Eitt það gagnlegasta námskeið sem ég hef tekið á mínum rúmlega 30 ára starfsferli“.

Hentar einnig vel til að skima nemendur af erlendum uppruna

Um 350 leik- og grunnskólar á Íslandi nýta nú þegar nýja tækni í spjaldtölvu, skimunarforritið Íslenska málhljóðamælinn sem skimar framburð íslensku málhljóðanna hjá nemendum.

Íslenski málhljóðamælirinn hentar vel til að forprófa öll börn á leik- grunnskólaaldri til að meta hvar barnið stendur í framburði íslensku málhljóðanna og hvernig unnt er að koma sem best til móts við þarfir þess. Þá er kjörið að skima með Íslenska málhljóðamælinum til að meta strax hvaða börnum þarf að gefa sérstakan gaum að og vísa strax til talmeinafræðings. Börn í áhættu fyrir hljóðkerfis- og lestrarörðugleikum eru gjarna með slaka hljóðavitund og framburðarfrávik.

Skimunartækið hentar jafnframt sérstaklega vel til að skima nemendur af erlendum uppruna og undirbúa þau fyrir íslenskunámið með ábendingum um framburð íslensku málhljóðanna.
Þá geta talmeinafræðingar metið framburð einstaklinga sem hafa orðið fyrir áföllum er hafa áhrif á tjáningu og framburð m.a. vegna taugafræðilegs skaða.

Snemmtæk íhlutun

Of mörg börn fara í grunnskóla með erfiðleika í framburði. Rannsóknir sýna að sérstuðningur og talþjálfun með nemendum leik- og grunnskóla upp í 9. bekk vegna framburðar- og hljóðkerfiserfiðleika, tekur langmestan tíma fagaðila. Á sama tíma eru erfiðleikar í málskilningi ekki eins sýnilegir en koma m.a. fram í námserfiðleikum, því miður oft alltof seint. Tími fagaðila sem starfa með börnum á grunnskólaaldri ætti að snúa meira að þessum hópi. Markmiðið með Íslenska málhljóðamælinum er að stuðla að snemmtækri íhlutun í framburði og hljóðkerfisþáttum og að sem flest börn fari inn í grunnskóla með góðan framburð og hljóðavitund, tilbúin fyrir læsi. Snemmtæk íhlutun í verki!