Placeholder

Leiðbeiningar um DVD Lærum og leikum með hljóðin

Á DVD mynddiski Lærum og leikum með hljóðin lifna málhljóðin í íslensku við í flutningi Felix Bergssonar og Védísar Hervarar sem talsetja fyrir aðalpersónur efnisins, Mána og Maju. Við skemmtilega tónlist birtast táknmyndir á skjáinn fyrir hvert og eitt hljóð eftir aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin. Orðin fljúga svo inn og Máni og Maja leiða áhorfandann um heim hljóðanna á lifandi og skemmtilegan hátt. Tónlist er eftir Védísi Hervöru Árnadóttur. Barnakór syngur með og lifandi tónlistarflutningur frábærra tónlistarmanna gefur tóninn með taktfastri sveiflu. Með þessari útgáfu er aukið við fjölbreytni til að ná árangri í undirbúningi að réttri hljóðmyndun og hljóðkerfisvitund hjá ungum börnum og eldri börnum fram eftir aldri.
Með ung börn er hægt að velja að allt efnið streymi fram þannig að barnið hafi hljóðaleikinn bæði beint til að horfa, hlusta og læra og/eða að diskurinn sé spilaður sem bakgrunnstónlist en öll hljóðin og orðin festast í sessi hjá barninu um leið.
Ef barn vill velja ákveðið hljóð til að æfa og hlusta á eða jafnvel að skrifa eftir texta við orðin þá mælum við með að barnið fylgist með á myndbandinu og velji úr valmyndinni það hljóð sem þarf að æfa. Þannig löðum við fram rétta staðsetningu talfæra hjá barninu fyrir hljóðið um leið og barnið lærir heiti bókstafs og hljóðs (umskráning í læsi) þjálfar hljóðið í hljóðakeðjum og færir yfir í orð.
Þannig styrkjum við enn frekar rétta hljóðmyndun íslensku málhljóðanna og undirbúum læsi á árangursríkan hátt.
Grunnbókina: Lærum og leikum með hljóðin; undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal er gagnlegt að nota með DVD en mynddiskurinn er alveg sjálfstæður í notkun engu að síður.

Gangi ykkur velLeiðbeiningar um DVD Lærum og leikum með hljóðin.pages