Kids sound lab (á ensku)

Versla smáforritið í iTunes Store

Product Description

Kids Sound Lab er ensk útgáfa af Lærum og leikum með hljóðin og byggir á sömu aðferðafræði til að kenna hljóðmyndun, orðaforða og undirbúa læsi.

Kids Sound Lab, er eitt af sjö smáforritum í flokknum smáforrit í Menntun sem var valið til úrslita á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni 2016. BETT ráðstefnan fjallar um upplýsingatækni í menntun og er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Í fyrra sóttu hana um 35 þúsund gestir frá yfir 110 þjóðlöndum.

Það er talsvert afrek að komast í úrslit hjá svona stórum erlendum aðilum á sviði tækni og menntunar. Þetta gerist á sama tíma og þjóðarátak í læsi stendur yfir hér á landi og er gríðarlega mikil viðurkenning á íslensku hugviti á sviði menntunar, málþroska og læsis.