Lýsing
Hljóða – eða spila motturnar má nota frá unga aldri. Byrjið á því að setja þær undir diskinn þegar barnið borðar eða er matað. Hinn fullorðni skoðar hljóðamyndirnar og kennir börnunum um hljóðin sem táknmyndirnar eru fulltrúar fyrir um leið og matast er. Dæmi: Mmm …segir strákurinn sem fékk ís….og næst er trommuhljóðið í trommunni hans Benna Bbb.. bomm… og svo koll af kolli.
Síðar geta börnin notað borðmottuna undir leir – litavinnu og notað svo mottuna sem hljóðaspil þar sem hægt er að spila með teningi og fikra sig áfram í gegnum hljóðin.
Falleg gjöf til ungra barna með bók eða mynddiski. Sjá sérstök gjafatilboð. eru frábær viðbót fyrir heimilið og skólann. Þær eru vatnsheldar og einkar auðvelt er að strjúka af þeim með vatni. Fallegar myndir Höllu Sólveigar og Búa Kristjánssonar njóta sín einkar vel í fallegri hönnun Höllu Sólveigar. Falleg gjöf til ungra barna.
Borðmotturnar má nota á ýmsa vegu:
1) Með mjög ungum börnum er hægt að nota þær undir diskinn þegar barnið borðar eða er matað. Hinn fullorðni skoðar hljóðamyndirnar og kennir börnunum um hljóðin sem táknmyndirnar eru fulltrúar fyrir um leið og matast er. Dæmi: Mmm …segir strákurinn sem fékk ís….og næst er trommuhljóðið í trommunni hans Benna Bbb.. bomm… og svo koll af kolli.
2) Með hækkandi aldri færa börnin leikinn með hljóðin yfir í leir og litavinnu þar sem kjörið er að hafa motturnar undir og verja borðið sem unnið er á. Alltaf gott að kíkja á myndirnar og segja hljóðin um leið!
3) Svo má nota borðmotturnar sem spil þar sem hægt er að spila með teningi og fikra sig áfram í gegnum hljóðin.
Motturnar eru í stærðinni 42 cm x 30 cm
Bleik motta verð: 4500 kr